Laga hættulega göngustíga í fossvogi á borgarlandi

Laga hættulega göngustíga í fossvogi á borgarlandi

Laga hættulega göngustíga í fossvogi á borgarlandi

Points

Stórhættulegir sumir göngustígar á borgarlandi í fossvogi vegna misfella, t.a.m. niður dalinn frá Bústaðavegi

Þetta ástand er reyndar ekkert bundið við Fossvoginn. Það er einfaldlega ekkert viðhald á göngustígum í borginni og flestir eldri stígar eru orðnir mjög varasamir.

Ég er mjög sammála þessu, margar gangstéttir eru stórhættulegar og eiginlega ófærar, sérstaklega fyrir börn sem eru nýfarin að hjóla eða eru enn með hjálpardekk.

Ég er sammála þessu. Reyndar finnst mér ástæða til að bæta lýsingu á göngustígum í Fossvogi og Elliðaárdal. Það er of langt á milli ljósastaura að mínu mati

Göngustígar borgarinnar eru stórhættulegir vegna mikils hraða reiðhjólamanna á leið í og úr vinnu. Fjöldi slysa einkum á beinum köflum hafa orðið þegar hjólreiðamenn hjóla niður gangandi vegfarendur. Allt að 60 km/klst hraði er á sumum stígunum þar sem smábörn eru einsömul á gangi og ekki fylgja þau beinni línu á þröngum umferðarstígum. Ástandið er lífshættulegt.

Mér finnst vanta betri útskýringar við þessa hugmynd svo að fólk geti stutt hana. Hvar eru þessir stórhættulegu kaflar. Og ef þeir eru svona hættulegir á að láta Reykjavíkurborg vita af því strax.

..að hellurnar fái að njóta sín áfram svo maður geti farið allskonar krókaleiðir niður göturnar, í gegnum þrönga og fallega göngustíga sem allir líta eins út fyrir þá sem þekkja Fossvoginn ekki eins og lófann á sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information