Staðir fyrir unglinga- unglingaleikvellir

Staðir fyrir unglinga- unglingaleikvellir

Flestir aldurshópar hafa sína þjónustu. Litlir krakkar og leikvellir, ungt fólk í miðbænum og eldra fólk með öll sín fríðindi. En oft virðast blessaðir unglingarnir gleymast. Hvar eigum við að vera? Unglingar eru oft dæmdir fyrir að sitja heima í tölvunni eða fyrir slæma hegðun. Okkar álit er að þetta er vegna þess að þeim leiðist. Væri ekki hægt að setja upp stórar félagsmiðstöðvar, óháðar skólum og eitthvað fleira þar sem unglingar gætu hist eða eytt frítíma sínum.

Points

Ef að unglingar hafa eitthvað sem að þeim fyndist skemmtilegt þá myndi kannski þunglyndi minnka í unglingum, almenn ánægja myndi aukast og tölvunotkun kannski minnka. Sjaldan er mikið fyrir unglinga um helgar og á sumrin og þá væri tilvalið að hanna félagsmiðstöðvar í samráði við unglinga sem væru mjög stórar og með starfsmönnum sem sæju um dagskrá og að passa uppá svæðið. Foreldrar myndu líka vita af börununum sínum á þessum stöðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information