Leiktæki og afþreyingu á hundasvæði

Leiktæki og afþreyingu á hundasvæði

Á hundasvæði borgarinnar vantar leiktæki fyrir hundana. Það vantar afþreyingu fyrir hund og eiganda þar sem ekki er hægt að kasta bolta á þessum svæðum sökum þess hve lítil gerðin eru. Leiktækin þurfa ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, mæli með að horfa til hundasvæðisins á Akranesi.

Points

Ef svæðin væru útbúin leiktækjum eða annarri afþreyingu fyrir hundana væri ólíklegra að hundar færu að grafa og eyðileggja svæðin. Tækin myndu örva huga hundanna og gefa hundaeigendum færi á að þjálfa og leika við hundinn þó enginn annar hundur sé á svæðinu. Einnig þekkist það á flestum erlendum hundasvæðum og hefur notið mikilla vinsælda á hundasvæðinu á Akranesi.

Frábær hugmynd. Styrkir samband milli hunda og eigenda þeirra og hvetur eigendur til að þjálfa hundana sína.

Nágrannaþjóðir okkar hafa verið skrefi á undan okkur varðandi það að útbúa hundasvæði með afþreyingu sem gleður bæði hunda og menn. Hér á landi eru framsækin sveitafélög sem hafa sett upp leiktæki á sín hundasvæði við mikinn fögnuð þeirra sem njóta. Er ekki kominn tími á Reykjavík ?

Svona svæði væri frábært... Styrkir og kætir hunda og menn :)

Frábær hugmynd en hundasvæðin eru alltof lítil

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information