Tjarnargata verði alfarið einstefnugata

Tjarnargata verði alfarið einstefnugata

Points

Ég er alin upp við Tjarnargötuna í Reykjavík. Þegar henni var breytt á sínum tíma var neðri hluti hennar gerður að einstefnugötu. Efri hluti götunnar hélt hins vegar áfram að vera tvístefnugata. Það að þurfa mæta bíl á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu, að vetri til sérstaklega, getur beinlínis verið lífshættulegt. Ótrúlegt að fleiri slys hafi ekki orðið þarna. Ég tel að rétt væri að hafa einstefnuna alla í sömu átt, þ.e. Hringbraut í átt að Ráðhúsinu. Þessu verður að breyta!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information