Göngubrú yfir Miklubraut

Göngubrú yfir Miklubraut

Göngubrú yfir Miklubraut

Points

Tugþúsundir borgarbúa þurfa að komast milli bæjarhluta eftir Miklubraut þannig að það er ekki hægt að segja að hún klippi í sundur Hlíðarnar. Hins vegar væri mikill kostur að Miklabrautin væri í frjálsu flæði og gangandi og hjólandi færu á göngubrú yfir hana. Að setja Miklubraut í stokk er langbesta hugmyndin sem leysir öll þessi vandamál. Þangað til væri göngubrú næst besti kosturinn.

Ég myndi vilja sjá göngubrú yfir Miklubraut hjá gamla Tónabæ og svo að þessi undirgöng séu opnuð meira og gerð meira heillandi. Það er ekki alltaf hægt að bíða endalaust eftir þessum stokk til að laga þetta vandamál sem við búum við á þessu svæði. Stærsti ávinningurinn er auðvita að umferðin sé þá ekki alltaf að stoppa á gönguljósum.

Alveg rétt að þessi gönguljós auka mengun og lengja umferðartímann í gegnum þennan flöskuháls sem Miklabrautin er nú þegar orðin frá mislægu gatnamótum hennar við Snorrabraut.

Tíðarandinn er þannig, að mér finnst, að það er í raun abra tímaspursmál um það hvenær a.m.k. þessi hluti Miklubreutar fer í stokk. Eðlilegra þætti mér að hressa upp á undirgöngin sem eru þarna. Laga niðurföll, bæta lýsingu, þar sem allar núverandi leiðir yfir þessa götu hverfa með tilkomu stokks.

Miklabrautin á ekki að vera nein hraðbraut þegar komið er fram hjá Grensársvegi og inn í íbúðarhverfi. Frekar ætti að setja fleiri zebra göngustíga með ljósum, sem gerir fólki kleift að komast yfir götuna. Þetta mundi hæga á umferðinni, tengja hverfin betur (t.d. Hlíðahverfin sitt hvoru megin Miklubrautina) og minnka slysin og hávaðamengun. Bílar eiga aldrei að hafa forrétt gagnvart þeim fótgangandi!

Stefnan er að setja þessa götu í stokk. Það tekur ekki að byggja göngubrú sem verður svo rifin niður ári seinna fyrir þær framkvændir.

Mér líst nú ekkert á þetta. Mikil brunahætta

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information