Gangstétt/hjólastígur við Birkimel

Gangstétt/hjólastígur við Birkimel

Laga gangstéttina við Birkimel frá hagatorgi að hringbraut. Í leiðinni mætti skella niður huggulegum hjólastíg. Einnig mætti taka til athugunar bílastæði og aðkomu alla að blómatorginu og bakaríinu, ansi oft sem bílar eru uppi á gangstéttinni þarna. Mynd fengin héðan þar sem sjá má gott dæmi um þetta: http://eimreidin.is/dolgur-a-birkimel/

Points

Gangstéttin við Birkimel frá hagatorgi að hringbraut er handónýt og til skammar.

Takk fyrir þessa tillögu. Ég fer Birkimelinn á leið til vinnu, gangandi, og það hefur verið þörf á að taka hann í gegn í mörg ár. Því má bæta við að lýsingin á veturna þjónar hvorki hjólandi né gangandi og hjólförin eru svo djúp að það ganga yfir mann gusurnar þegar bílar fara framhjá.

Fólk leggur oft uppi á gangstétt þarna við blómatorgið með tilheyrandi ónæði og hættu fyrir gangandi vegfarendur.

Sammála. Það þarf að hugsa þetta svæði upp á nýtt með gangandi vegfarendur í huga. Þyrfti helst líka gangbraut þarna yfir götuna en bílar koma á fleygiferð úr beygju af Hringbrautinni.

Það væri fínt að leggja nýja gangstétt og hjólastíg um leið...

Eins og sést á myndinni þá safnast líka vatn í hjólförin á veginum sjálfum sem skvettist svo á gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn. Það mætti laga það í leiðinni.

Gangstéttin þarna er til skammar og það sama má segja um Birkimelinn sjálfan - mikið um polla á götunni í rigningu og bílstjórar duglegir að skvetta yfir fólk á gangstéttinni. Götulýsingin er mjög léleg og fólk á ferð um gatnamótin í stórhættu. Þarna þarf að gera verulegar endurbætur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information