Undirgöng/brú yfir Kringlumýrarbraut

Undirgöng/brú yfir Kringlumýrarbraut

Undirgöng/brú yfir Kringlumýrarbraut

Points

Það verður mikið ónæði fyrir íbúa fjölbýlishúsa á móts við göngubrúna í Álftamýri og Bólstaðarhlíð ef stöðugur straumur af fólki færi meðfram fjölbýlisishúsunum og innan lóðamarka þeirra. Hins vegar er göngustígur utan lóðarmarka fjölbýlishússins efst í Álftamýrinni sem leggja mætti göngubrú að og borgin sæi um viðhald á. Einnig mætti búa til undirgöng í beinu framhaldi af göngustíg á Miklubraut undir ljósin á Kringlumýrarbraut.

Brú kemur sömuleiðis í veg fyrir að börn þurfi að ganga um hættulegustu gatnamót borgarinnar, Kringlumýrarbraut / Háleitisbraut. Svo má líka bara skoða að fá gönguljós yfir? Þá væri tilefni til að lækka hámarkshraða og ösin sem dúndrast þarna í gegnum íbúðarhverfið (já, þetta er íbúðahverfi) væri þá ekki að komast upp með 80 km/klst hraða.

Auka öryggi. Minnka umferð vegna meiri hvata til að ganga á milli þessara hverfa.

Ég labba þarna yfir Kringlumýrarbraut tvisvar á dag með leikskólabörn. Mikið væri gott að hafa bara brú - þetta eru samtengd hverfi og þarf að vera hægt að ganga á milli á sem öruggasta vegu.

Aukið öryggi

Þetta er fyrir löngu tímabært, hef verið með börn í bæði leik- og grunnskóla hinu megin við Kringlumýrarbraut og ef það væri göngubrú þarna yfir þá gætu þau farið sjálf til skóla þegar þau hafa aldur til og það mundi bæta félagslegan þáttin líka þar sem margir vinir eru hinu megin líka. En á meðan aðeins eru gönuljós þá er ekki í boði fyrir umg börn að fara ein á milli.

Börn hafa rétt á öruggri gönguleið í skóla og frístundir. Kringlumýrarbraut bíður ekki upp á örugga gönguleið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information