Hundagerði á Klambratúni

Hundagerði á Klambratúni

Hundagerði á Klambratúni

Points

Ég get ekki betur séð en að um sé verið að ræða skeifuna á Klambratúni en það er svæði sem mikið er notað af almenningi þegar vel viðrar. Mér finnst því skrítið að taka það svæði frá fyrir hunda og eigendur þeirra. Eðlilegra þætti mér að breyta gömlu fótaboltavöllunum í slíkt svæði en það svæði er gríðarlega lítið notað og er nokkuð afmarkað. Fjarlægja mölina, setja gras og girða svæðið af.

Skeifan er mikið notað sleðasvæði og kemur ekki til greina að fórna í hundagerði. Hundagerði sem nægir stórum hundum til góðrar hreyfingar er líklega of stórt til að rúmast með góðu móti á Klambratúni yfir höfuð. Það eru næg önnur svæði í hverfinu og ekki endilega gott að setja gerðið niður þar sem mest er af börnum.

Ég tek undir mikilvægi þess að setja upp hundagerði á Klambratúni en mér finnst staðsetningin ekki skipta öllu máli. Það þarf ekki að vera í skeifunni að mínu mati. Það eru margir góðir staðir á Klambratúni og allir fallegir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information