Greiða hjólabrautir og gangstéttir meðfram Grensásvegi

Greiða hjólabrautir og gangstéttir meðfram Grensásvegi

Greiða hjólabrautir og gangstéttir meðfram Grensásvegi

Points

Ég myndi vilja sjá göngubrú eða undirgöng yfir Miklubraut á móts við Grensásveg að vestanverðu. Það er mikil umferð þarna yfir gatnamótin þau eru stór og umferð þar iðulega yfir hættumörkum. Það myndi stórbæta leiðina milli Gerðanna, Skeifunnar og Laugardalsins.

Það er mjög þarft verk að laga aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi á Grensásvegi milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar.

Það er brýnt að opna Grensásveg fyrir fólki. Mér líður eins og ég sé að leggja barnið mitt í það mikla hættu þegar ég geng þarna með vagn að ég treysti mér ekki til að gera það. Eins með að hjóla með barn. Þessi gata er því óaðgengileg fólki sem er ekki á bíl! Og þetta er mjög mikilvæg leið sem tengir Gerðin við Laugardalin. Og þetta er eina leiðin framhjá Skeifunni

Í Laugardal er allakonar þjónusta og íþróttaaðstaða sem börn og unglingar sækja. Að komast þangað úr Gerðunum er hættulegt fyrir gangandi og hjólandi börn því hjólastígar eru engir og göngustígar lélegir. Þetta þarfa að laga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information