Grafarvogsgarður - Almenningsgarður sem tengir 3 hverfi.

Grafarvogsgarður - Almenningsgarður sem tengir 3 hverfi.

Hér með legg ég til að gert verði drög að almenningsgarði í Grafarvogi, nánar tiltekið að Bæjarflöt 19. Þar sem lengi vel hefur verið tún og ónýtt landsvæði. Þessi staður tengir saman þrjú stór hverfi í Grafarvogi og með almenningsgarði yrði menningalegt gildi hverfisins meira en nokkru sinni fyrr. Sjá meðfylgjandi pdf skjal fyrir nánari lýsingu: https://docs.google.com/document/d/1P_ETQeCy_0Cc_Rc4S5eQpRcw4nd7BcDCaMYx3nzLjfs/edit?usp=sharing

Points

Svo virðist sem almenningsgarðar og almennir fegrunar og menningarlegir innviðir séu að miklu leyti horfnir á braut þegar kemur að nýju hverfisskipulagi. En þetta má enn laga. Í elstu hverfum Reykjavíkur eru fleiri almenningsgarðar en í nýrri hverfum borgarinnar. Það eru leikvellir, göngustígar en staður til að fara í lautarferð og fá sér kaffisopa er ábótavant. Margir Grafarvogsbúar gera sér ferð alla leið niður á Klambratún til þess að fara í útileiki og njóta veðurblíðunnar.

Löngu orðið tímabært að gera Grafarvoginn enn huggulegri en hann er nú þegar. Það mætti vel nýta þessi fínu tún í að útbúa einhvers konar kjarna í hverfinu þar sem fólk á öllum aldri gæti lagt ferð sína og haft það notalegt í sólinni þegar hún lætur sjá sig.

Kom með tillögu fyrir nýtingu á þessu sama svæði fyrir um ári síðan Þá var mér sagt að þarna væru skiplagðar iðnaðarlóðir. Engu að síður góð hugmynd, því þetta er eitthvað sem virkilega vantar í hverfið

Mér finnst þetta virkilega góð hugmynd og finn mig knúna til að skrifa sérstaklega við þessa hugmynd, þar sem mér finnst hún með þeim betri sem ég hef heyrt hingað til. Ég geng mikið um Grafarvoginn og myndi hiklaust stoppa í svona garði með börnin. Á sólríkum dögum keyri ég oft niður í bæ til að sækja svona garða en það væri algjör snilld að geta bara labbað í fallegan almenningsgarð.

Frábær hugmynd!

Ég legg til að amk hluti þessa almenningsgarðs verði fyrir ALLA fjölskylduna, þá meina ég líka ferfættu litlu vini okkar sem alltaf þurfa að húka í bandi þegar farið er út að leika, því ekki að hafa stað þar sem eru leikföng fyrir börn, fullorðna og hunda ??? Þar sem allir geta leikið saman og voffi litli þarf ekki að vera í bandi. Flesti útivistasvæði þar sem hundar mega vera lausir eru frekar óspennandi fyrir restina af fjölskyldunni, mér þætti vænt um að því yrði breytt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information