Tjaldstæði í Grafarvogi

Tjaldstæði í Grafarvogi

Hugmyndin er að bjóða uppá tjaldstæði í Grafarvogi með viðeigandi aðstöðu. Líklega væri besta staðsetningin við Dalhús þar sem Sundlaug Grafarvogs er staðsett. Tjaldstæðið yrði opið júní, júlí, ágúst Samstarf um rekstur við Ungmennafélagið Fjölni fyrir fjáröflun í starfsemi félagsins.

Points

Aðeins eitt tjaldstæði er í Reykjavík og er eftirspurnin mikil. Aukning yrði á ferðamönnum í Grafarvogi. ÍTR og Frístundastarfsemi hefðu í kjölfarið skemmtilega aðstöðu að nota. Skólarnir gætu leyft eldri bekkingum að fara í útilegu saman við lok skólaárs sem dæmi. Í kjölfarið yrði meiri möguleiki á að halda íþróttamót/gistimót í Grafarvogi. Hægt að samtvinna við starf Skátanna í Grafarvogi, Grafarvogskirkju og Ungmennafélagsins Fjölnis sem dæmi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information