Fræðandi fjölskyldu sælureitur í Garfarvogi,

Fræðandi fjölskyldu sælureitur í Garfarvogi,

Fyrir botni Grafarvogs er trjálundur í mikilli órækt. Hugmyndin er að útbúa skemmtilega samverustað fyrir fjölskyldur við fjölfarna gönguleið. Svæðið er einn veðursælasti staður í Reykjavík, og hefur að geyma fallegt umhverfi, með útsýni yfir margar sögufræga staði sem væri áhugavert fyrir unga sem aldna að vita um. Grisja þyrfti skóginn til að opna útsýni niður í voginn, setja upp falleg spjöld með upplýsingum um áhugaverða staði sem eru sýnilegir í umhverfinu. Setja upp borð, stóla, grill ofl.

Points

Hverfið okkar fær allt aðra mynd í huga okkar þegar við fræðumst um söguna. Meðal þess sem má sjá frá þessum stað er Kóngsvegurinn, sem var lagður frá Reykjavík til Þingvalla þegar Kristján Noregskonungur heimsótt Ísland. Margir þekkja Loff Malakoff í laginu Malakoff, en bústaður hans er sjáanlegur frá þessum stað. Laxarækt sem var í Grafarvogi. Í trjálundi (vinstra megin við SÁÁ) eru plöntuð allar tegundir af trjám sem til voru á Íslandi um 1960. Í vogunum er fjölbreyttasta fuglalíf á Íslandi

Fallegir mosavaxnir steinar, berjarunnar frá gamalli tíð, bláberja- og krækiberjalyng, íslenskar fallegar jurtir og minjar frá fyrri íbúum. Þetta er allt komið á bólakaf í Lúpinuskóg og ekki viðlit að ganga um stóran hluta af svæðinu því lúpínan er víðast orðin einn og hálfur meter á hæð. Lúpínuna verður að fjarlægja ef á að gera þetta að útivistarsvæði sem hægt er að leika sér og ganga um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information