Utan við Vesturbæjarlaug mætti setja upp aðstöðu fyrir hlaupafólk til að teygja á vöðvum.
Margir hlaupahópar hittast reglulega í laugunum og fara í bað að loknu hlaupinu. Þá er teygt í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar, jafnan á gólfinu. Með teygjugrind fyrir utan laugina á grasbalanum í fallegum almenningi væri komið til móts við þarfir hlaupafólks og stuðlað að heilbrigði og hreysti fleiri borgarbúa.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9200
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation