Hvað gerir líf okkar einfaldara og þægilegra?

Hvað gerir líf okkar einfaldara og þægilegra?

Points

Mér þætti óskaplega vænt um að borgarfulltrúar og allir sem vinna hjá borginni hefðu eftirfarandi leiðarljós í fyrsta sæti þegar vinna eigi verk í þágu okkar allra: Gerum lífið einfaldara! Það er of mikið um að haft sé vit fyrir okkur. Til dæmis þegar búa á til nýjan gangstíg, athugið þá hvar fólk vill hafa stíginn, ekki hvar ódýrt og þægilegt er fyrir verktakafyrirtækið að leggja stíginn. Hugsið málin út frá fólkinu sem mun nota aðstöðuna, ekki hvernig þið viljið að fólk noti hana.

Dæmi: Næstum við hverja stoppistöð er troðningur sem fólk myndar - gangstígurinn er venjulega aðeins fjær. Skoðið bara Klamratún og troðningana þar. Við nánast hvert einasta horn sem er lagt í 90°horn, er kominn troðningur í sveig.

það er svo djúp hugsun í þessu , en lítið efni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information