Útsýnisskífa í Húsahverfi

Útsýnisskífa í Húsahverfi

Fyrir ofan Húsaskóla og við hliðina á hjúkrunarheimilinu Eir er hæð sem er frábær útsýnisstaður yfir stóran hluta Reykjavíkur. Gaman væri að á hæðsta punkti hæðarinnar yrði set útsýnisskífa sem telur upp helstu kennileiti Reykjavíkur og umhverfi hennar. Til þess að allir geti notið þess að ganga að þessum útsýnisstað væri nauðsinnlegt að útbúa göngustíg, Því það eru ekki allir sem eiga auðvelt með að ganga í móanum og stórgrýtiu sem þarna er.

Points

Þessi hæð er partur af útivistarsvæði sem tengir Húsahverfið við Foldahverfi. Á hverjum degi fer fólk þarna um skokkandi, gangandi og um leið nýtur þess að horfa yfir þessa fallegu borg sem við eigum saman. Þennan stað sækja mikið börn frá Húsaskóla, Brekkuborg og Sjónarhól. Þessi skífa myndi gagnast þeim til fræðslu og ánægju við að kynnast sínu nánasta umhverfi betur.Læra áttirnar S,V,A og N og gang sólarinnar. Einnig tel ég að eldriborgarar myndu njóta þess að fara að þessari skífu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information