Sérstakan hjólastíg við Eiðsgranda

Sérstakan hjólastíg við Eiðsgranda

Það er bráðnauðsynlegt að leggja sérstakan hjólastíg meðfram Eiðsgranda líkt og hefur verið gert við Ægissíðu. Göngustígurinn er mikið notaður af fólki sem er með börn eða barnavagna, er að viðra hunda, eða er einfaldlega á röltinu. Nú er í gangi mikið hjólaæði þar sem hjólreiðafólk þeytist um á keppnishjólum á allt að 50 km hraða, og eru gjarnan í hópum þar sem tugir manns eru saman. Ég hef orðið vitni að því að fólk er þarna í stórhættu og er aðeins tímaspursmál að það verði þarna slys.

Points

Þetta er bæði gott fyrir gangandi og hjólandi. Sú umferð fer ekki vel saman en báðir hópar eiga fullan rétt á sér.

Nauðsynlegt er að leggja sérstakan hjólastíg til þess að forða hættuástandi á göngustíg sem nú þjónar báðum hópum, hjólreiðafólki og gangandi. Síðast í gær var ég vitni að því að hjólreiðamaður (kona) kom á fullri ferð inn í hóp af eldri konum sem voru þar á gangi, öskrandi á þær að forða sér. Konurnar sem voru erlendar virtust verða fyrir miklu áfalli við þetta. Við þessu ófremdarástandi þarf strax að bregðast.

Það eru víða svipuð vandamál vegna hjólreiðafólks á gangstígum. Ég var t.d. á gangi niður Laugaveg (við nr. 145) og mæti konu svo að ég færi mig til hliðar en í sömu andrá kemur maður á reiðhjóli á ógnarhraða eftir gangstéttinni og rétt straukst við handlegginn á mér. Hefði ég stigið til hliðar sekúndu fyrr hefði hann keyrt beint aftan á mig. Ég vissi aldrei af honum fyrr en hann þaut framhjá og þannig er það nánast alltaf með þessa hjólreiðamenn sem koma aftan að fólki. Þeir láta aldrei vita.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information