Gangbraut yfir götuna við Olís í Ánanaustum.

Gangbraut yfir götuna við Olís í Ánanaustum.

Það þarf aðsetja upp merkta gangbraut yfir Ánanaust á móts við Olís. Þarna er nú þegar ómerkt gangbraut og hraðahindrunarkoddar. Það þarf að klára dæmið svo að fótgandi eigi sýran rétt á að komast yfir götuna í þeirri þungu umferð sem er þarna eftir að verslun á Grandanum hefur stóraukist.

Points

Það er því miður allt of algengt að ökumenn sýni ekki tillitssemi og stöðvi fyrir gangandi vegfarendum á þessari gangbraut af því að hún er ekki merkt sem slík. Þarna er mikil umferð gangandi fólks frá Vesturgötu og út á Ægissíðu. Umferðarhraðinn er talsverður þrátt fyrir hraðahindranir og slysahætta umtalsverð.

Mjög svo nauðsynlegt að setja gönguljós upp þarna. Bílar stoppa aldrei fyrr gangandi sem eru að fara þarna yfir. Þessar kubbahraðahindranir eru líka að gera minna en ekkert gagn því að á tvíbreiðum vegi þá fara bílar einfaldlega bara á milli þeirra og það er mikið um of hraðan akstur hérna. Það myndi vera mikil bót að hafa "venjulega" hraðahindrun, t.d. sambærilega hraðahindrun og gönguljós eins og er við Kolaportið.

Gangbrautir á fjögurra akreina stofnæðum virka ekki. Bílstjórar virða þær ekki og þó einn stoppi kemur bara annar og keyrir fram úr. Þarna verður aldrei öruggt fyrir börn eða aðra að fara yfir nema að setja upp gönguljós.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information