Laga bátabryggju við Geldingarnes

Laga bátabryggju við Geldingarnes

Það vantar fleiri sjósetningarrennur (rampa) í Reykjavík þar sem hægt er að sjósetja skemmtibáta á kerrum. Stutt frá Geldingarnesi (vegur frá gömlu Áburðarverksmiðjunni) er sjósetningarrenna sem er í niðurníðslu en Borgin lokaði veginum að rampinum fyrir 2 árum. Þessa aðstöðu þarf að laga og opna veginn til þess að fjölmargir bátaeigendur geti sjósett sína báta. Fyrir utan Snarfara (sem er aðeins fyrir félagsmenn) er aðeins einn sjósetningarrampur austa Snorrabrautar í hafnarborginni Reykjavík.

Points

Það er óásættanlegt að í hafnarborginni Reykjavík skuli nánast ekki hægt að sjósetja báta af kerrum. Eini rampurinn austan Elliðarár er í Bryggjuhverfi en hann er í einkaeigu og oftast læstur. Gamall sjósetningarrampur er í Grafarvogi en Borgin lokaði veginum að honum fyrir tveimur árum. Þessu þarf að kippa í lag - það kostar ekkert nema velvilja!

Það er nú ekki rétt að rampurinn í Bryggjuhverfinu sé í einkaeigu; Reykjavíkuruborg á rampinn og hann er í umsjá Íbúasamtakanna í Bryggjuhverfinu. Hann er alltaf opinn. Sími hafnarnefndar Bryggjuhverfisins 612 3111.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information