Breyta Hagatorgi í grænt svæði og tengja skólalóðirnar

Breyta Hagatorgi í grænt svæði og tengja skólalóðirnar

Hagatorg er stórt grænt svæði í nágrenni þriggja skóla, Hagaborgar, Melaskóla og Hagaskóla, sem allir gætu nýtt meira grænt svæði. Með því að opna fyrir umferð um Hagamel en loka umferð um Nesveg frá Furumel og um Fornhaga frá Hagaskóla, mætti búa til stórt samfellt grænt svæði og tengja saman skólalóðirnar. Krakkar í Melaskóla þyrftu þá ekki að fara yfir götu til að fara í íþróttahús Hagaskóla. Strætó gæti þá gengið niður Hagamelinn, framhjá Melabúðinni og svo Kapplaskjólsveg framhjá KR.

Points

Þetta er stórt svæði á besta stað í borginni, sem í raun nýtist ekki neitt

Það er svo margt sem mætti gera við þetta torg en til að fólk geti gert sér í hugarlund hvernig þetta kynni að líta út þá er hér góð hugmynd frá Hilmari Þór Björnssyni: http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/19/vesturbaer-sunnan-hringbrautar/

Þetta myndi stækka og bæta skólalóðirnar og búa til stórt grænt svæði í hjarta Vesturbæjarins. Einnig myndi skólalóð Melaskóla stórbatna og rými fyrir hverskyns útiveru aukast, bæði fyrir Melaskóla, Hagaskóla og Hagaborg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information