Þegar maður hjólar suður Langarima í átt að Hallsvegi þarf maður að stoppa til að taka 90 gráðu beygju, upp brekku í átt að Hallsvegi. Það væri voðalega vel þegið ef hægt væri að geri þessa beygju meira aflíðandi, þannig að hægt væri að byrja brekkuna á meiri hraða og þannig spara hjólafólki erfiðið við að byrja að hjóla brekkuna á 0km/klst
Mun þægilegra er að hjóla upp brekkur ef maður hefur smá momentum áður en í brekkuna er komið. Eins og staðan er nú, þarf hjólafólk að stoppa nánast að fullu áður en hjólað er upp brekkuna sem um ræðir. Um er að ræða frekar litla aðgerð sem ætti ekki að þurfa að kosta mikið en hefði töluverð áhrif fyrir hjólandi fólk í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation