Ný eða endurbætt göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Ný eða endurbætt göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Efst í Víðidalnum, rétt við Breiðholtsbraut er brú sem notuð er til að tengja stígakerfi beggja vegna Víðidalsins. Brúin er reyndar líka lagnastokkur en upp á hana liggja brattar tröppur. Væri ekki tilvalið að fá þarna nýja hentugri göngu/hjólabrú eða til vara að gera mun meira aflíðandi skábrautir upp á brúna þannig að hægt væri að hjóla yfir hana? Á meðfylgjandi slóð má sjá hversu gott er að komast þarna yfir með t.d. hjólavagn í eftirdragi https://goo.gl/photos/bzZeDsQwAMDtJfHv5

Points

Viðbótarrök : Reynið að komast þarna yfir á fullorðins þríhjóli. t.d. rickshaw. Eða á hjólastól (rafmagns- eður ei). (Eða með tvíburabarnavagni ?)

Þetta er stærsta hindrunin í vegi þess að nýta efri helming Elliðaárdals til útivistar á sama hátt og neðri helminginn. Eftir því sem byggð hefur færst nær þessum stað er mikilvægt að aðlaga "brúnna" að aukinni þörf fyrir meira rými. Myndi létta mikið álagi af göngustígum neðst í dalnum.

Þessi brú er barn síns tíma. Ég fór yfir hana í kvöld og sá að tröppurnar eru farnar að molna. Ég datt einu sinni í vetur þegar ég var að drösla hjólinu yfir. Það er orðið áríðandi mál að setja almennilega brú þarna fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Brúin er mjög óaðgengileg fyrir hjólandi umferð sem er talsverð á þessum slóðum og ef ferðast er með hjólavagn þá er um meiriháttar hindrun að ræða.

Viðbótarrök : Leiðrétta ætti að hluta þeirri skekkju í samkeppnisstöðu samgöngumáta sem hefur þróast. Vegagerðin ætti að taka þátt í að gera endurbætur sem mótvægisaðgerð. Rökin er að vegir, brýr og svo framvegis sem Vegagerðin byggir / fjármagnar og vegakerfið í heild hafa þróast þannig að öryggistilfinningin hafi minnkað töluvert við hjólreiðar og göngu. Oftast hverfur vegöxulinn yfir brýr til dæmis.

Eldra fólk á erfitt með að komast upp þessar tröppur þar sem erfitt er að halda í handriðið. Tröppurnar eru í miðju. en brattar brautir sitt hvoru meginn. Þyrfti að gera rampa báðu megin fyrir aldraða , kerrufólk og hjólafólk.

Það er mikil umferð gangangi og hjólandi vegfarenda þarna og brúin er allt of þröng til að hægt sé að mætast, þyrfti að vera breið brú sem ber það að hjólandi og gangandi vegfarendur mætist. Einnig er undirlagið á brúnni mjög ójafnt og því óþægilegt að hjóla yfir hana.

Góð hugmynd, sérstaklega þar sem þetta er fjölfarin leið. Minnkar umferð hjóla á götunni en margir þurfa að hjóla á Breiðholtsbrautinni sem koma úr Kópavogi eða Breiðholti og eru á leið til Norðlingaholts eða Árbæjar.

Þessi brú er barn síns tíma og algjörlega komin tími á nýja brú, óaðgengileg bæði fyrir hjólandi og fólk með kerrur/vagna.

Fjölfarin hjóla-, hlaupa- og gönguleið. Það er orðið tímabært að gera betri brú á þessum stað.

Þessi brú er hættuleg og erfitt að fara yfir hana sérstaklega á veturna í hálku og snjó þá leggur maður sig í lífshættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information