Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir.

Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir.

Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir.

Points

Hundaleyfisgjöld eru að hala inn milljónum hvert ár, en svotil engin þjónusta - frekar hamlanir- fara til hundaeigenda. Á milli Glæsibæjar og hundablettarins í Laugardalnum er fínt svæði sem þyrfti bara að girða af og skella upp 2 ruslafötum. Nú þegar er þar bílastæði, gott göngufæri við byggð og dalinn, og ætti ekki að trufla neinn.

Skil ekki hvað meinast með því að hundagerði passi ekki inn í Laugardalinn? Er hægt að útskýra það sjónarmið frekar? Hundum vantar sárlega aðstöðu í hverfunum sínum til að fá að hlaupa lausir. Nóg er af plássi í Laugardalnum til að taka frá smá skika fyrir þessa ferfættu vini okkar. Við hljótum að geta verið þarna öll í sátt og samlyndi - hundaeigendur og aðrir notendur Laugardalsins!

Bý í Laugardal og verð var við marga hundaeigendur og hunda í hverfinu. Fer oft með hvuttann minn í laugardalinn og stelst að leyfa hvutta að hlaupa frjálsum, gegn lögum jebbs. Enn staðurinn er illa nýttur og vel hægt að koma fyrir afgirtum garði fyrir hunda hverfisins til þess að leika sér og almenningur eflaust glaður að hafa þá innan girðingar. Sem hundaeigandi myndi ég leggja metnað í það að viðhalda slíkum stað og hreinsa og ég held að flestir hundaeigendur myndur gera hið sama.

Það eru komnar allavega 7 hugmyndir núna varðandi hundagerði í borginni að þessari meðtalinni. Ég hvet hundaáhugafólk að styðja allar þessar hugmyndir svo við fáum hundagerði sem víðast í borginni. Hugmyndirnar heita: Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík, Hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn, Hundaleiksvæði í nágrenni við miðbæinn, Hundagerði í vesturbæinn og víðar í borginni, Hundagerði á Klamratún, Betri aðstöðu fyrir hundana á Geirsnefi og fleiri staði.

Það má þá spyrja sig hvort við barnlausa fólkið eigum yfir höfuð að þurfa borga í málefni og fé sem fer til barnamála í borginni. Samfélag snýst um samvinnu og allir eiga að sitja við sama borð. Mínir skattar fara í hina og þessa málaflokka sem koma mínu lífi ekkert við en það finnst mér eðlilegt. Sama á að gilda um dýrahald. Þar að auki eru gjöldin það há að eitthvað af þeim peningum á að skila sér í hundatengd málefni. Þar að auki gæti þetta verið atvinnuskapandi grein og kannsky yrðu til ný störf í hundapössun í hinum og þessum hundagerðum út um allan bæ.

sem hundaeigandi síðustu 7 árin í Reykjavík þá læt ég ekki sjá mig á afgirtum hundasvæðum vegna sóðaskapar í hundaeigendum. það er hundagerði í Laugardal, fór einusinni í það og það var vaðandi í skít og sorpi eftir hundaeigendur

Hundagerði í Laugardalnum fellur engan vegin saman við núverandi notkun á Laugardalnum. Þau hundagerði sem þegar eru í borginni m.a. í Öskjuhlíð þola illa aðra grenndarstarfssemi. Alger óþarfi er að fórna vel staðsettu útivistarsvæði undir hundagerði sem ætti að vera utan byggða og útivistarsvæða líkt og Geirsnef.

Mér finnst skrítið að segja að hundagerði þoli illa aðra grenndarstarfsemi þar sem það virkar í öðrum borgum út um allan heim. Og það er ekkert hundagerði í Öskjuhlíð, það er löngu farið. Eins og er mega hundar bara vera lausir á einum stað í borginni og það er á Geirsnefi. Það er algjörlega óásættanlegt því hundar þurfa að fá að hreyfa sig og hitta aðra hunda lausir. En á sama tíma verða hundaeigendur að fylgja lögum og reglum og hafa hunda ávalt í taumi. Þetta stangast einfaldlega of mikið á!

Hér á vefnum eru margar hugmyndir um ný svæði fyrir hunda, tryggja þarf að slík svæði skerði ekki réttindi annara borgara á neinn hátt oga ð allur kostnaður við slíkt sé greiddur af leyfisgjöldum. Ekki er heimilt að nota skattfé almennings í sérhæfða þjónustu þröngs hóps.

Hundaeigendur greiða meira en 50 milljónir árlega í hundaleyfisgjöld. Það væri tilvalið að nota hluta af þeim pening í að setja upp hundagerði. Við hundaeigendur erum ekki að biðja um að nota almenna skattpeninga í þetta verkefni! Það ættu því allir að geta verið sáttir, hundaeigendur sem aðrir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information