Skjólbetri strætóskýli

Skjólbetri strætóskýli

Skjólbetri strætóskýli

Points

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, fer lognið stundum heldur hratt á Íslandi. Þeir sem bíða eftir strætó vilja gjarnan gera það í sæmilegu skjóli og því er nauðsynlegt að hanna strætóskýlin þannig að þau skýli vel. Til þess þarf að skoða ríkjandi vindátt á staðnum og loka á amk 3 vegu og að hluta til á 4. Þau gaman sé að hafa skýlin falleg, er það ekki aðalhlutverk þeirra, heldur að veita gott skjól.

Það mætti t.d. setja á legg samkeppni um hönnun strætóskýla fyrir íslenskar aðstæður - minnir að þessi sé erlend - hönnuð fyrir allt önnur veðurskilyrði.

Ath líka hugmynd nr. 295 Strætóskýli

Svo má alltaf klæða sig vel í kreppunni :)

allir muna eftir gömlu strætóskýlunum (rauðu) sem enþá eru víða um borgina og nýju strætóskýlin (gler) komu einungis vegna þess að fólki fanst þaug flott. En ekkert var hugsað úti veður á íslandi og að fólk fengi nóg skjól frá veðri í þeym. Eg bra spyr, hvaða helv... heimska var það??? ég styð þetta að fá lokuð strætóskýli aftur því það er það sem þarf á landi með vondu veðri. það er ekki eins og við búum í heitu landi!

Gæti ekki verið meira sammála þér!

Komu nýju strætóskýlin ekki vegna þess að með þeim losnaði borgin undan kostnaði við að reysa þau þar sem þau eru í eigu einkaaðila? (sem fjármagnar þau með auglýsingasölu). En svo er annar galli við nýju skýlin að bekkirnir eru úr málmi sem veldur því að það er eiginlega ómögulegt að sitja á þeim á köldum vetrardögum. Einnig mætti setja hitalampa eins og er í skýlinu við HÍ (hringbraut) í fleiri skýli.

Það er alveg ljóst að þessi biðskýli voru ekki valin út frá þörfum farþega. Gjörsamlega gagnslaus. Það blæs í gegnum allar rifur sem liggja í öllum samskeytum á þessum skýlum og þegar rignir þá fer rigningin þar í gegn líka nema þegar logn er úti og öll vitum við að það gerist nú ekki oft.

þetta er enginn galli. Eins og ég skil þetta þá gerði borgin samning við framleiðendur skýlana um að fá þau frítt og í staðinn hirðir fyrirtækið allar tekjur af auglýsingum. Það verður að sjást í auglýsingarnar :-)

Það er líka smá galli að hafa strætóskýli úr gleri. Mér finnst líklegt að það fari smá peningur í viðhald á þeim þar sem ég hef séð þónokkrar rúður brotnar. Það væri vel hægt að gera vindheld skýli sem eru samt flott.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information