Einar Benediktsson í Spöngina

Einar Benediktsson í Spöngina

Styttan af Einari Benediktssyni verði komið fyrir á torgarmiðju í Spönginni í Grafarvogi. Þessi stytta er ekki á nógu áberandi svæði núna og minningu Einars ekki nógu mikill sómi sýndur. Vel fer á því að styttan af Einari blasi við þeim sem eiga erindi í bókasafnið í Grafarvogi og verslanir þar enda er þar miðja fyrir 17 þúsund manns sem búa í Grafarvogi. Í tengslum við þetta verði búið til torgarmiðja í Spönginni þar sem styttan verður miðpunkturinn.

Points

Einar Benediktsson átti Korpúlfsstaði (seldi hann ekki Thor Jensen?) og hann var bæði skáld og viðskiptajöfur. Það er því vel við hæfi að stytta hans sé þar sem mætast verslanir og til stendur að opna útibú Borgarbókasafns. Styttan af Einari myndi auðga menningarlíf í Grafarvogi og auðvitað yrði að búa til torg og fallegt umhverfi í kringum hana öllum hverfisbúum til góða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information