Gangbrautarljós niður í jörðu við Miklubraut

Gangbrautarljós niður í jörðu við Miklubraut

Gangbrautarljós niður í jörðu við Miklubraut

Points

Hvern einasta morgun sem ég keyri í skólan pirra ég mig yfir því hvað umferðin gangi hægt og að þessi ljós séu svo lengi og mörg. Umferðin myndi ganga helmingi hraðar fyrir sig ef þessi blessuðu gangbrautarljós við 365 og neðar færu niður í jörðu, það er ekki svo flókið að gera stokka. Ég myndi setja þá frekar niður heldur en göngubrýr því þær geta verið fyrir flutningum á mannvirkjum og öðrum stærri hlutum.

Á miklubraut við Klambratún og við 365 er eiginlega nauðsyn að setja undirgöng. Sem myndu henta reiðhjólafólki líka. Það er ótrúlegt að sjá fólk hlaupa þarna yfir því það annaðhvort nennir ekki að bíða eftir græna kallinum eða tíminn of stuttur. Og oft er fólk fast á milli aksturstefnanna. Þetta er frekar óboðlegt. Einnig, tefja þessi ljós rosalega, og virðast ekki vera vel stillt við næstu umferðarljós.

það er alveg sama hvernig þú breytir tímanum á ljósunum það myndast alltaf raðir, það eru ljós þarna á 100 metra köflum þar sem gangandi og hjólandi geta farið yfir götuna. Það sýnir sig að þar sem eru færri ljós því betur gengur umferðin, minni mengun og allir eru ánægðir. Reykjavíkurvegurinn er orðinn greiðlegasti vegurinn á höfuðborgarsvæðinu því þar eru mun færri ljós.

Gangbrautarljós niður í jörðu við 365 og Klam

Rétt hjá klambratúni eru ein undirgöng fyrir og skil ég því ekki afhverju gangbrautarljós þurfa að vera á næstu 100 metrum... Undirgöng sjást ekki því þau eru grafin niður og ekki eru brýrnar fallegri, það hafa bara ekki allir þann kost að geta labbað eða hjólað í vinnu eða skóla og þurfa því að nota einkabílinn til þess er hann enda kallaður einkabíll. Það er alltaf vont að fara með gangandi vegfarendur yfir þungar umferðaræðar og á ekki að sjást. Þú sérð þetta hvergi annarstaðar í heiminum þar sem hraði er mikill og umferð þung.

Hinn kosturinn er að setja bílana niður og leyfa fólkinu að vera ofan jarðar...

Gangbrautarljós niður í jörðu við Miklubraut

Varðandi eldsneytisnotkunina og biðtímann. Ef ég man rétt þá vilja hverfissamtökin þarna í hlíðunum reyna að fá umferðina frekar uppá bústaðarveg. Ein leið til að ná því fram er að banna vinstribeygju á þessum gatnamótum, þá aðalega varðandi umferð sem kemur úr kópavogi. en það væri svo sem hægt að banna allar vinstrivegjur á þessum gatnamótum. vinstri beygjurnar tefja skiptingu umferðaljósanna. En ef það á að banna vinstri beygjuna, þá þarf líka að gera það á fleiri stöðum svo að umferðin beinist ekki inn í íbúðahverfi. :) Þessi aðgerð myndi líka auka umferðaröryggi, Ég veit ekki hversu mikið umferðarrýmdin myndi minka ef hún myndi þá nokkuð gera það.

Það eru til ljós á nokkrum stöðum sett upp í tilraunaskyni, sem virka þannig að þegar fólk hefur gengið yfir götuna, þá breytist ljósið nokkuð hratt fyrir gangandi og gult, svo grænt komi á umferðina eftir akbrautina. Mun ódýrari og skemmtilegri lausn en boðleg undirgöng. Það á sennilega eftir að gera úttekt á hvernig þetta hafi virkað. Er að mig minnir við Sundlaugaveg rúmlega hundruð (150 -200 ?) metrar vestur af Laugardalslaug og við Blindraskólanum í Hliðunum.

Í sambandi við umferðarsljósin við Klabratún þá eru nú þegar undirgöng þar undir og því algjör þarfi að hafa líka gangbrautarljós, það er alltof mikil umferð á þessari götu svo hægt sé að vera sroppa hana með gangbrautarljósum

þegar kemur grænt ljós á gatnámótunum við Kringlumýrabraut þá þurfa allir að stoppa við þessi gangbrautaljós, það væri hægt að leysa mikinn umferðarhnút á þessu svæði með því að fjarlægja þessi ljós. það mikill gjaldeyrir myndi sparast á ári í eldsneystissparnaði ef það væru ekki fleiri hundruð bílar stoppandi þarna á dag. Það þyrfti ekki endilega að gera stokk, gangandi vegfarendur geta einfaldlega labbað niður að næstu gatnamótum sem eru ekki langt frá og farið þar yfir götuna.

Það er að segja með Miklubrautina.

Útrýmum gangandi vegfarendum, svo þeir séu ekki að pirra akandi fólk á leiðinni í skólan (...sem var nú í skólann í minni sveit)

Undirgöng þykja ekki fýsilegur kostur og gangandi vegfarendur upplifa sig gjarnan óörugga. Aðgerðir sem gera umhverfið óaðlaðandi og óheppilegt fyrir gangandi og hjólandi gerir það einfaldlega að verkum að færri kjósa að ganga og hjóla. Fleiri velja því að fara um akandi og við það eykst umferð. Góð leið til að draga úr umferð er að taka tillit til gangandi og hjólandi sem ökumaður og vera þannig þátttakandi í því að hvetja til annara ferðamáta og draga þannig úr bílaumferð.

Það er aðeins til ein leið til að leysa þetta leiðindamál, að setja Miklubrautina í stokk neðanjarðar. Þetta hefur verið rætt í mörg ár en vegna þess að allir samgönguráðherrar (Miklabraut er þjóðbraut) lýðveldisins hafa verið landsbyggðaþingmenn, hefur alltaf verið mokað fjármagni í fánýt jarðgöng úti á landi. Þessi framkvæmd yrði alger bylting fyrir alla íbúa í Reykjavík og sérstaklega fyrir þá sem búa í Norðurmýri og Hlíðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information