Göngubrú á Miklubraut við 365 í stað gangbrautar

Göngubrú á Miklubraut við 365 í stað gangbrautar

Það vantar göngubrú á Miklubrautina, þar sem gangbrautarljósin teppa umferð á háannatímum á Miklubrautinni.

Points

Myndi létta á umferðartempu sem myndast á háannatíma

Mikill fjöldi barna setur sig í mikla hættu daglega með að fara yfir gönguljósinn við 365 miðla. Margir ökumenn virða ekki ljósin og ítrekað er tekið fram úr á strætóakreininni.

Börn fara reglulega þarna yfir til þess að sækja skóla og/eða íþróttir og myndi þetta því stórbæta aðstöðuna og tengja betur hverfið.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7035

Gangbrautin er illa upp lýst og gangandi vegfarendur sjást afar illa sérstaklega þegar götur eru blautar og myrkur úti. Hef ítrekað séð gangandi vegfarendur hlaupa yfir á rauðu ljósi og leggja sig í stór hættu. Brú/undirgöng myndi leysa þennan vanda, auk þess að koma í veg fyrir umferðartafir.

Þarna er eitt þéttasta skólasvæði Reykjavíkurborgar með leikskólum, grunnskólum, menntaskólum, háskólum og íþróttafélagi, bæði norðan og sunnan megin Miklubrautarinnar. Þrátt fyrir þá staðreynd er þetta eini bútur Miklubrautar sem ekki er hægt að fara yfir brú eða í gegnum undirgöng. Fyrir forráðamenn barnanna sem flæða þarna á milli skiptir miklu að öryggi þeirra sé tryggt og ljóst að þau leggja sig í ákveðna hættu í hvert sinn sem þau fara yfir þessa þyngstu umferðargötu á Íslandi.

Þegar umferðateppan er sem mest við Lönguhlíð skiptir litlu máli hvort þessi ljós stoppi umferðina eða ekki, það er hvort sem er alltaf röð við ljósin yfir Lönguhlíð. Það er talsvert mikil umferð gangandi og hjólandi þarna yfir og brú væri bara til þess að gera það tímafrekara að komast yfir auk þess sem það er alltaf erfiðara að halda brúm greiðfærum á veturna í snjó og hálku.

Væri ekki nær að hanna götuna og gatnamót þannig að gangandi umferð hafi sýnilegan forgang? Hægja á umferð og hafa upphækkaðar gangbrautir. E.t.v. er besta leiðin við að auka öryggi gangandi ekki að ítreka forgang og hraða bílaumferðar með því að aðskilja gangandi enn frekar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information