Göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina til að tengja hverfi

Göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina til að tengja hverfi

Til að tengja saman hlíðarhverfið við mýrarhverfið, svo börn og aðrir eigi t.d. auðveldara og öruggara með að sækja íþróttaþjónustu ofl. hjá Fram í Safamýri. Stuðla að sameiningu hverfa þannig að hættulegar umferðargötur séu ekki lengur ógn við það.

Points

Betri Reykjavík næst með sameiningu en ekki sundrung. Hættulegar umferðargötur eru ekki til að bæta þetta og því þarf að finna lausn svo hverfin geti sótt mismunandi þjónusti til hvors annars.

Gatnamótin Háaleitisbraut/Kringlumýrabraut eru mjög hættuleg svo það væri frábært að setja göngubrú sem væri til dæmis hjá Álftamýri og kæmi yfir í Bólstaðarhlíðina, það myndi bæta mikið umferðaröryggi fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur um þessa fjölförnu götu!

Löngu löngu tímabært. Ég er buinn að eiga heima i Álftamýri/Háaleitisbraut siðan 1975 og hef oft dreymt um þetta. Fínt að hafa brúnna í miðjunni...

Þetta hefur lengi vantað. Krakkar þurfa að fara yfir þessa miklu umferðagötu á leið í skólann. Þetta myndi tengja betur þessi tvö hverfi og auka umferðaröryggi gangandi fólks svo um munar.

Framfaramál fyrir íbúa Háaleitis- og Hlíðahverfis. Eykur möguleika íbúa og ekki síst skólabarna að komast á milli hverfa. Löngu tímabært!

Hættuleg umferð, mikið umferðaröryggi og þægindi fyrir íbúana

Öruggara fyrir börnin í hverfinu. Frábær hugmynd!

Þetta er lengsti vegakafli innan RVK þar sem ekki er hægt að ganga yfir. 600m. Best væri að sökkva götunni um smá saman og fara með hana undir Miklabrautina. Gatan er 19m yfir sjávarmáli við Laugarveg og 37m. yfir sjávarmáli við Miklabraut og 29m. við Sléttuveg. Þetta er lykilgata í því að tæma borgina eftir vinnu. Og svo væri hún æðisleg hjólabraut ef hún væri flatari.

Klárlega málið! Öruggara, fljótlegra fyrir gangandi vegfarendur og mikil þægindi fyrir íbúa yfirhöfuð!

Löngu tímabær framkvæmd. Nóg pláss til að koma henni fyrir.

Ég þarf að fara yfir þessa götu flesta daga með yngri bróður mínum á leið okkar í skólann. Þessi gata er hættuleg og gönguljósin eru afar löng og langt á milli þeirra. Margir krakkar eiga heima í þessum hverfum og þurfa að komast í skóla, tómstundir eða til vina í hinum megin við götuna. Nú þegar eru krakkar að hlaupa yfir götuna til að stytta sér leið, sem er mjög hættulegt.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7395

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information