Endurnýja leiksvæðið á gamla Ármannsvellinum

Endurnýja leiksvæðið á gamla Ármannsvellinum

Leiksvæðið á gamla Ármannsvellinum er orðið lúið og óheillandi. Endurhanna mætti svæðið í heild með það að markmiði að gera það fjölskylduvænna.

Points

Hugmyndin var fjórða efsta hugmynd júlí mánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum „framkvæmdir“. Hugmyndin hefur verið send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar. Afgreiðsla ráðsins mun vera birt hér þegar hún liggur fyrir.

Jú, Túnin eru í 105 en tilheyra engu að síður Laugardalshverfinu. En þar sem íbúar Túnanna eru svo fámennir þá virðast hugmyndir sem koma hér inn tengd Túnunum ekki fá hljómgrunn/nægilega mörg atkvæði.

Með því að búa til fallegt og nytsamlegt grænt svæði á þessum stað mætti gera hverfið mun meira aðlaðandi fyrir fjölskyldur sem og aðra. Það hafa bæst við margar nýjar fjölskyldur í Túnin að undanförnu í kjölfar nýbygginga.

Laga leiksvæðið við Sóltún

Ekkert almennilegt leiksvæði er í hverfinu og langt er að labba á næstu leikvelli. Með endurnýjun á þessu leiksvæði væri verið að stórbæta aðstöðu fyrir börn og foreldra í hverfinu.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7089

Er þetta ekki í 105?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information