Höfum 2 "Miðgarða" (e. Central Parks) í miðborg Reykjavíkur

Höfum 2 "Miðgarða" (e. Central Parks) í miðborg Reykjavíkur

Tengjum Klambratún og Hljómskálagarðinn betur við miðborgina og gerum þá meira aðlaðandi þannig að borgarbúar vilji eiga gæðatíma þar. Ég legg til að Rauðárstígur frá Hlemmi að Klambratúni fái upplyftingu, blómakerjum komið fyrir o.fl. og Klambratúnið verði þannig betur tengt miðborginni/Laugaveginum. Ég legg til að unnið verði að bættu skjóli í Hljómskálagarðinum, t.d. með gróðursetningu trjáa, fleiri bekkjum og grillum verði komið fyrir í garðinum sem og veitingasölu og snyrtingum.

Points

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7575

Við eigum þessa tvo garða en þá mætti nýta betur. Klambratúnið er reyndar nokkuð vel sótt en mætti tengja betur miðborginni. Hljómskálagarðurinn er oftast tómur, nema þar séu tónleikar, algjör synd á þessum flott stað en þar er of vindasamt, engin veitingasala, snyrtingar né nógu góð aðstaða til að íbúar borgarinnar vilji dvelja eitthvað þar að ráði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information