Hlið, fleiri rólur og gúmmímottur á Bláa Róló

Hlið, fleiri rólur og gúmmímottur á Bláa Róló

Á Bláa Róló á horni Bræðaborgarstígs og Túngötu eru tvær leiðir út af rólónum. Önnur leiðin er beint út á Bræðraborgarstíginn þar börn geta mjög snögglega hlupið beint út á götu. Bræðraborgarstígur er 30 km gata en því miður er þeim hámarkshraða ekki fylgt eftir. Þessi róló er mikið notaður af ungum börnum og mætti vel tvöfalda rólufjöldann sem og bæta við gúmmímottum á jörðina til að sporna við mikilli mold sem þarna er þar sem grasið nær ekki að vaxa þar sem engar gúmmímottur eru.

Points

Aukið öryggi barna Aukin ánægja fjölskyldna í hverfinu Minni slysahætta

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7332

Nær allt grasið drapst stuttu eftir að það var lagt fyrir 3 árum vegna óvenju mikils klaka yfir öllu þann veturinn. Þökurnar voru lagðar niður seinnipart sumars og voru því viðkvæmar fyrir. Nú er þetta bara moldarflag að mestu sem var örugglega ekki stefnan. Ef þetta yrði þökulagt aftur að vori næði það að festa sig almennilega og vonandi lifa betur af. Kannski væri betra að fá gervigras ea heilar gúmmímottur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information