Leikvöll í Laugardalinn

Leikvöll í Laugardalinn

Það sárvantar leikvöll í Laugardalinn. Eins og er er bara klifrugrind sem hentar aðeins eldri börnum. Einnig er fjölskyldu og húsdýragarðurinn ekki alltaf kostur fyrir tekjulægri fjölskyldur. Því sárvantar leikvöll, t.d. að sænskri fyrirmynd þar sem tilvalið væri að vera með afgirt svæði með bekkjum fyrir foreldranna eða aðra fylgifiska barnanna. Við eigum að nýta þennan fallega dal og hann á að vera fyrir alla. Í hvaða almenningsgarði sem er erlendis má finna leikvelli.

Points

Ég er móðir tveggja barna og við erum búsett í Laugarnesinu. Þetta fallega útivistasvæði er nánast í bakgarðinum hjá okkur en við nýtum hann allt of lítið. Einfaldlega vegna þess að Laugardalurinn er ekki fyrir alla. Grasagarðurinn getur reynst skemmtilegur fyrir eldri börn og fullorðna. Þvottalaugarnar eru forvitnilegar að skoða. En hvað er það helsta sem ung börn sækjast í, það eru leikvellir. Rólur, rennibrautir og sandkassar. Það er í raun mjög skrítið afhverju þar er ekki að finna leikvöll.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information