Skjólmyndandi og fegrandi götutrjám, með lægri gróðri milli trjáa, yrði komið fyrir eftir endilangri Kristnibraut, og við opin svæði við götuna. Áframhald jafnvel inn Gvendargeisla að Reynisvatni og niður Kristnibraut að Vínlandsleið, eins konar líflína gegnum hverfið okkar. Sjá: http://lukr-01.reykjavik.is/arcgisoutput/98e863e6763240ce9131c107b65f26f4.jpg
Ég er sammála, gróðursetning trjáa meðfram öllum stofnbrautum Grafarhlotsins myndi fegra og bæta á alla lund. Ég legg til að stefnt verði á að gróðursetja bæði meðfram Kristnibraut og Gvendargeisla, endanna á milli. Að því loknu ætti að gera hið sama við Jónsgeisla og Þorláksgeisla. Kv. Guðmundur
Gróðurinn myndi auka á skjól og hlýleika umhverfisins. Lítið hefur verið gróðursett í Grafarholti samanborið við eldri hverfi og má þar nefna Grafarvog, Breiðholt og fleiri hverfi. Vefslóðinn hér að neðan sýnir kort af miðju svæðinu þar sem allar lagnir sjást (erfitt að gróðursetja þar), en svæði þau sem tillagan snýr að eru merkt með gulu. http://lukr-01.reykjavik.is/arcgisoutput/98e863e6763240ce9131c107b65f26f4.jpg
Bendi líka á steinabeðið meðfram bílastæði við verslunarmiðjuna Kirkjustétt og Kristnibraut sem safnar bara rusli og arfa..þar þarf að fegra og gróðursetja ...til að laða að fólk og þá sem geta hugsað sér að reka þjónustu...myndi veita skjól...bílastæðið mætti líka gera eitthvað við en óvíst hver hefur forræði yfir þvī
Sammála...spurning hvort hverfaráð geti rætt við eigandann eða þá íbúasamtökin?
Það beð tilheyrir reyndar lóðum verslunarmiðstöðvarinnar. Er hjartanlega sammála þér að þar mættu koma tré, en til þess þyrfti væntanlega að ræða við þá sem eiga þetta húsnæði. Gatan yrði svo miklu hlýlegri ef þarna væri gróður. T.d. reynitré með lægri runnum á milli, nú eða bara stök tré.
Já, það finnst mér tilvalið. Þetta svæði og eins í kringum Nóatún/KFC.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation