Tengja göngustíga og gangstéttir í Staðahverfi

Tengja göngustíga og gangstéttir í Staðahverfi

Á nokkrum stöðum í Staðahverfi enda gangstéttir í botnlöngum án frkari tengingar. Eitt það einkennilegasta er göngustígur sem liggur í átt til sjávar milli Brúnastaða og Bakkastaða, Hann endar í mön en örfáir metrar eru í gangsétt í Bakkastöðum, Á þeim kafla er hávaxið gras á sumrin. Nokkrir botnlangar sem liggja í átt til sjávar í hverfinu eru án tengingar. Fólk hefur myndað troðninga á milli þeirra þegar það gengur þarna um. Ég legg til að gerðar verði tengingar á milli þeirra.

Points

Ef gengið er eftir gangstéttum meðfram götum í Staðahverfi sem liggja í enda botnlanga, endar maður oft þar sem mói eða órækt tekur við. Oft er stutt í næsta botnlanga eða göngustíg og myndast hafa troðningar þar á milli. Það væri mun snyrtilegra og þægilegra að hafa þetta tengt með göngustígum. Ég legg til að þetta verði gert í áföngum og byrjað að tengja göngustíginn milli Brúnastaða og Bakkastaða við gangstétt við hús nr. 39 við Bakkastaði,

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information