Rafbílavæðum Reykjavík - Hleðslustaurar í allar götur

Rafbílavæðum Reykjavík - Hleðslustaurar í allar götur

Nú liggur fyrir að Íslendingar munu ekki standa við skuldbindingar sínar í umhverfismálum og virðast reyndar stefna í þveröfuga átt miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Það er ömurleg tilhugsun. Ég legg til að Reykjavík taki af skarið, hugsi stórt og geri almenningi auðveldara að eignast rafbíla í samstarfi við bílaumboð og með því að stórauka aðgengi að hleðslustöðvum. Best væri að koma þeim fyrir í öllum götum, einsog þegar ljósleiðarar voru lagðir á sínum tíma.

Points

Það þarf átak í mengunarmálun í miðbænum vegna útblásturs frá bílum sem hefur aukist mikið á ótrúlega stuttum tíma.

Vegna þess að Íslendingar draga lappirnar í umhverfismálum og stefna í þveröfuga átt miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Þð er skammarlegt og verður að bregðast við með stórhug og framtíðarsýn. Hættum að vera bara náttúruunnendur í auglýsingum í Leifsstöð og sýnum í verki að okkur sé treystandi fyrir náttúru Íslands og framtíðarhagsmunum mannkyns á jörðinni.

Notkun rafbíla ætti að vera hvergi meiri en í miðborg Reykjavíkur en því miður er það ekki svo. Erfitt er fyrir íbúa í þettri byggð að koma fyrir hleðslubúnaði fyrir bíla sína og á sumum fjölförnum gangstígum væri beinlínis varasamt að hafa rafmagnskapla liggjandi þvers og kruss. Lausin er að borgin sjá til þess að hleðslustaurar séu í öllum götum, með sérmerktum bílastæðum svo íbúar gætu nýtt sér þessa umhverfisvænu tækni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information