Laga/breyta grindverki við Austurbæjarskóla (Bergþórugötu)

Laga/breyta grindverki við Austurbæjarskóla (Bergþórugötu)

Grindverkið við bílastæðin á Bergþórugötu nær langt niður eftir götunni, sem þýðir að ef bíl er lagt þar þarf að ganga á götunni sjálfri þar til grindverkið endar (nokkrir tugir metra ef maður leggur á miðju stæðinu). Þetta er sjálfsagt til þess að krakkar hlaupi ekki beint út á götu af skólalóðinni, en það hlýtur að mega að taka grindverkið í sundur á einum eða tveimur stöðum þannig að ekki þurfi að ganga á götunni til að komast að bílastæðinu.

Points

Núverandi grindverk neyðir fólk til að ganga dágóðan spotta á götunni til þess að komast að bílastæðinu; þetta mætti losna við með því að taka grindverkið í sundur á 1-2 stöðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information