Fjölga grillum í Hljómskálagarðinum og allskonar leiktækjum

Fjölga grillum í Hljómskálagarðinum og allskonar leiktækjum

Það eru nú þegar grill í austurhluta garðsins sem er mikið notað af fjölskyldum ofan úr hverfinu, mættu að meinalausu vera yfirbyggð þar sem nokkuð hefur verið hoggið af skjólmiklum trjám, þannig að gustur hefur aukist til muna þarna.

Points

Þar sem íbúar hverfisins og jafnvel úr öðrum hverfum borgarinnar sækja í auknum mæli í þessi skemmtilegu grill til að halda uppá afmæli eða bar að búa til hitting, er alveg einsýnt, að þarna má bæta nokkuð um.

Ég hef ekki mikla skoðun á grillunum en það má alveg bæta leiksvæðið til muna. Ég hef áður varpað fram þeirri hugmynd og ítreka nú að það má setja tröppur við rennibrautina. Svo má alveg gera leiksvæðið almennt skemmtilegra. Leikvöllurinn á Klambratúni er gott dæmi um vel heppnaðan leikvöll, eitthvað fyrir alla, bæði stóra og smáa.

Í miðbænum býr fólk sem er ekki endilega með aðgang að garði við hús sitt, því er mikilvægt að Hljómskálagarðurinn sé skemmtilegur og nýtilegur fyrir börn og fullorðna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information