Gera reitinn þar sem Grettisgata 30 stóð að grænu svæði!

Gera reitinn þar sem Grettisgata 30 stóð að grænu svæði!

Reiturinn þar sem Grettisgata 30 var, er eini græni reiturinn sem er aðgengilegur fyrir almenning á stóru svæði, frá Skúlagötu upp á gatnamót Frakkastígs og Njarðargötu. Reiturinn er nú skilgreindur sem byggingarreitur. Tilvalið er að skilgreina þennan reit sem almenningsgarð þar sem hann er þegar nýttur íbúum sem slíkur!

Points

Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíð miðbæjarins að þessi reitur verði skilgreindur sem almenningsgarður, þarna verði haldið áfram að byggja upp til hagsældar fyrir íbúa, unga sem aldna, (íbuar 68 íbúða á Frakkastígsreit munu t.d. þurfa meira en Laugaveg). Huga verður að því hvernig halda á í íbúa miðbæjarins sem þar búa nú þegar og tel ég sem móðir ungra barna að þetta svæði sé okkur afar mikilvægt. Þarna höfum við hitt önnur börn t.d. og verði þetta svæði tekið frá okkur mun ég gráta!

Reiturinn er nú þegar nýttur af íbúum sem samkomustaður og til leikja. Með því að byggja á þessum stað væru gæði skert og erfitt að halda götuhátíð eins og gert er með reglubundnum hætti þ.e. Götugrill eða við vöflukaffi á Menningarnótt. Með því að skilgreina reitinn sem almenningsgarð þá yrði íbúar við Grettisgötu ofsakátir!

Samverustaður og útisvæði fyrir íbúa í hverfinu. Eflir samkennd, samhug, og samábyrgð. Reiturinn og notkun hans í dag af íbúum á stóran þátt í hvað nágrannarnir þekkjast vel og passa hver upp á annan. Á reitnum komum við út úr húsunum, eigum samtalið, grillum saman, og bjóðum upp á vöflukaffi fyrir önnur hverfi í borginni. Eins hafa komið upp fleiri hugmynir um sameiginlega nýtingu eins og grænmetisgarð og fleira. Með einlægri ósk.

Virkilega góð hugmynd og þörf þar sem lítið er um garða og önnur slík græn svæði vegna þéttrar byggðar. Þetta er flottur vettvangur fyrir sameiginlegan garð sem íbúar geta nýtt án þess að þurfa að fara yfir umferðargötu

Vantar stað fyrir íbúa þar sem mögulegt er að rækta samkennd og samstöðu

Skemmtilegra og manneskjulegri umhverfi

Staður sem að íbúar hafa notað til að koma saman og t.d. boðið upp á vöflukaffi að menningarnótt í mörg ár. Þetta er líka lóð sem að börnin okkar hafa nýtt til leikja og vonandi fá barnabörnin okkar að njóta þess líka. Og það eru ekki mörg græn svæði orðin eftir í gamla bænum fyrir gestid og gangandi að tilla sér í góðu veðri.

Þetta hefur verið reitur íbúa í hverfinu,sem hefur gefið börnum og fullorðnum tækifæri til að hittast og vera saman hvort sem er við leik og eða samveru. Undanfarin ár hafa íbúar götunnar haldið dýrmætt vöflukaffi á Menningarnótt þar sem aðrir borgarar hafa verið boðnir velkomnir.Margir hafa mætt og haft ánægju af að kynna sér hvernig það er að búa í miðbænum. Þessi reitur er og mun vera græn vin í miðbænum.

Margar íbúar í grenndinni njóta þess ekki að eiga garð. Þessi gróðurvin hefur nýst mörgum í nærliggjandi húsum, þar sem lítið er um garða, og nægir að nefna húsin tvö beint á móti (29 + 31) og við hliðina (32). Þarna er ævinlega vöflubakstur o.fl. á Menningarnótt, ennfremur gæti hin árlega og vel sótta götuveisla ekki farið fram án þessa garðs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information