Fleiri græna bletti fyrir fólkið í miðbænum

Fleiri græna bletti fyrir fólkið í miðbænum

Vantar fleiri græna bletti inni í hverfin sjálf í 101. Hvet borgina til að skoða fyrst hvort að hægt sé að nýta lóðir fyrir litla almenningsgarða eða litla leikvelli sem nýtast íbúum miðbæjarins áður en þær eru seldar til uppbyggingar.

Points

Það þarf líka að hlúa að slíkum blettum sem þegar eru til, til dæmis litla leikvellinum milli Bjarnarstígs og Njálsgötu sem er einmitt svona vin, en er í hálfgerðri niðurníðslu.

Bætir og kætir!

Heyr heyr

Styð!

Sting uppá að svæðið frá Bríetartúni að Hlemmi verði gert að lítilli min það er mikið göngusvæði íbúa og túrista frá nærliggjandi hótelum og svæðum. Væri fallegt að tengja það með hlýlegum hætti við Hlemm og nærliggjandi almenningsgarð við Rauðarárstíg sem vinnandi fólk er farið að nýta sér meir og meir sem og túristar ásamt íbúum. Það má alveg minnka bílastæði lögreglustöðvar sem eru illa nýtt. Færa girðingu samhliða byggingu og koma upp bekkjum, grænu svæði og gróðri og strætó burt úr götunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information